[vc_row el_class=”wide-row grey”][vc_column width=”1/3″][imageeffect image=”3501″ type=”frame” target=”_self”][/vc_column][vc_column width=”2/3″][vc_column_text]

12 Stacks of Christmas er þrautaleikur í jólaþema. Leikurinn reynir á útsjónarsemi og eðlisfræðitilfinningu spilara en markmiðið er að hjálpa fjölskyldu að halda á mis-stórum og löguðum pökkum og gæta þess að enginn detti. Leikmaður þarf því að gæta að jafnvægi, þyngd og hröðun þegar hann velur hvar hver pakki á að fara.

Höfundar og hönnuðir leiksins eru Guðný Þorsteinsdóttir og Friðrik Magnússon. Ingimar Oddsson útfærði tónlistina í leiknum.

12 Stacks of Christmas var upprunalega gerður fyrir vafra og er þá útgáfu að finna m.a. hér:  http://www.icegamer.net/12-stacks-of-christmas/

Leikurinn hefur einnig verið hannaður fyrir iPad og sú útgáfa nýtir að sjálfsögu snertiskjámöguleika iPadsins að fullu og er hann í raun endurhannaður með það í huga.

Leikurinn hentar öllum aldurhópum og ekki óvitlaust að öll fjölskyldan hjálpist að við að komast í gegnum síðustu og erfiðustu borðin, því ekki sakar að hafa auka fingur til að vera nú örugglega með allt á hreinu.

Þú finnur 12 Stacks of Christmas í App-búðinni.

usaapp islapp

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]