Smáforrit eru ódýr og skemmtileg gjöf.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að gefa smáforrit.

Fyrst skaltu finna forritið sem á að gefa í App Store.

1

Smelltu á “Deila” takkann efst í hægra horninu.

Photo Dec 04, 8 38 04

2

Veldu “Gift”.

Photo Dec 04, 10 21 35

3

 Gjafabréfið er sent í tölvupósti svo þú þarft að skrá netfang sem á að senda á.

Skrifaðu persónulega kveðju og ekki gleyma að skrifa frá hverjum gjöfin er 😉

Photo Dec 04, 8 35 50

4

Veldu útlit á gjafakortið

Photo Dec 04, 8 36 46

5

Staðfestu kaupin með því að velja Buy efst í hægra horninu.

Photo-Dec-04,-8-37-17

6

Þegar þessi mynd birtist þá eru kaupin frágengin og gjöfin hefur verið send í tölvupósti.

Photo Dec 04, 8 37 44

7

Til að sækja gjöfina þá opnarðu tölvupóstinn sem gjöfin var send á og smellir á Redeem takkann.

mail

 

En ef ég vill ekki sækja forritið í gegnum tölvupóstinn heldur prenta það út og gefa í pakka?

Einfaldasta leiðin er að prenta gjafabréfið út eins og það lítur út í tölvupóstinum en stilla gjöfina þannig í upphafi að hún sendist ekki fyrr en á þeim degi sem á að gefa hana. Ef gjöfin er fyrir barn þá er hægt að vera búinn að sækja forritið stuttu áður en það sér gjafabréfið og þá er það hreinlega búið að birtast á töfrandi hátt inn í iPadinum!

Önnur leið er að veiða gjafakóðann úr slóðinni á bak við Redeem Now takkann.
Ef þú ferð með músina yfir takkann í póstinum ættirðu að sjá slóðina.
Kóðinn ætti að vera fyrir milli  “code=”  og “&mt” og líta t.d. svona út: PFXJA6NW9RF.
Kóðann mætti þá skrifa á útprentað gjafakortið þannig að viðtakandi geti sjálfur slegið það inn og sótt gjöfina sína.

link

Viðtakandi fer þá inn í App Store, fer neðst  á forsíðuna þar og smella á Redeeem takkann þar.

Photo Dec 04, 10 59 27

Þá kemur eftirfarandi gluggi þar sem viðtakandi slær inn kóðann sinn:

Photo Dec 04, 11 00 28 (1)