Orðaflipp – Fyrir krakka sem þora að skapa

Íslenskt sköpunarforrit fyrir skáld og rithöfunda framtíðarinnar!

Forritið

Orðaflipp veitir notandanum tækifæri til að hugsa út fyrir boxið, fylla hausinn af hugmyndum, hlæja og skemmta sér. Auk þess að vera öflugt sköpunartól þá bætir Orðaflipp orðaforða og þjálfar málfræði hjá ungum sem öldnum. Orðaflipp er þannig gagnlegt tól fyrir skapandi skrif, byrjendalæsi og almenna íslenskukennslu.

Kennarar (og aðrir áhugasamir) geta keypt sérstakan kennaraaðgang að verkefnasmið þar sem þeir geta sérsmíðað verkefni fyrir sína nemendur hvort sem er fyrir byrjendalæsi eða skapandi skrif.

Einróma frábærir dómar

Í mars gaf Gebo Kano út enska útgáfu af Orðaflippi undir nafninu Word Creativity Kit. Það er sama forrit og Orðaflipp nema með enskum orðabanka. Forritið hefur fengið einróma lof jafnt frá fagaðilum sem foreldrum.

Aukaefni

Hér geturðu sótt kynningarskjal fyrir Orðaflipp.

Hér geturðu sótt notkunar- og verkefnahugmyndir fyrir Orðaflipp.

Gerð Orðaflipps var styrkt af þróunarsjóði námsgagna.

Orðaflipp

Hugvitssöm leið til að hvetja krakka til að segja sögur
fun2tap.com
Stórkostlegt og skemmtilegt tól fyrir krakka til að æfa orðaforða, setningaskipan og sköpunargáfu
AppyMall.com
Þetta forrit er algjör snilld. Ég var búin að leita lengi að íslensku forriti sem sonur minn gæti notað til þess að æfa sig að lesa, en hann er lesblindur. Í Orðaflippi geta krakkar leikið sér með heil orð, en ekki einstaka stafi og hljóð en margir sérfræðingar halda því fram að lesblindir þurfi að læra orðmyndirnar (orðið í heild sinni) til þess að geta lesið það, það passar alveg við mína reynslu. Annað sem hentar sérstaklega vel fyrir lesblinda er að það er hægt að breyta gerð og lit á letrinu, bakgrunninum og síðast en ekki síst er hægt að myndskreyta. Svo er Orðaflipp bara svo sniðugt og skemmtilegt. Frábært fyrir alla krakka.
Rakel Rún - grunnskólakennari