favicon

Eftir áralangar vangaveltur létum við loks verða að því að breyta um nafn. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Stærsti hluti markaðsins okkar er erlendis frá og því ekki gott að vera með séríslenskt nafn sem auk þess er með séríslenskum staf í. Reynslan hefur líka sýnt okkur að bandstrikið í nafninu hefur ekki gert neitt annað en rugla fólk í ríminu. Að lokum höfum við færst það mikið yfir í námsefnisgerð og gerð annarra forrita en leikja að okkur fannst pínu skrítið að vera svona tengd leikjum með nafninu.

Það var sannarlega ekki auðvelt að finna nýtt nafn, manni þarf að líka við það, það þarf að passa við það sem við gerum og það má ekki vera til fyrir. Við veltum fyrir okkur mörgum möguleikum og skoðuðum í mörg horn allt frá norrænni goðafræði yfir í húmorískar myndlíkingar. Gebo Kano eru hinsvegar nöfn á tveimur af Fuþark rúnunum og er það kannski vel við hæfi þar sem einn af fyrstu leikjunum sem við gerðum heitir einmitt Fuþark og fjallar um þessar máttugu rúnir.

gebo  Gebo er hljóðið G. Gebo táknar gjöf og gjafmildi.

kano    Kano er hljóðið K. Kano táknar eld lífsins, visku, sköpunargáfur og uppgvötanir.
Saman merkja þessar rúnir því gjöf visku, sem er einmitt það sem okkur langar að gera með forritunum okkar.