Dómnefndin er búin að leggjast yfir ljóðin og velja þau fjögur bestu. Í dómnefndinni eru Guðný Þorsteinsdóttir annar af höfundum Segulljóða, Emil Hjörvar Petersen rithöfundur og ljóðskáld og Ólafur Páll Johnsson markaðsfræðingur.
Niðurstaðan úr vinsældarkeppninni er ljós þar sem við athöguðum “læk” stöðuna á miðnætti.

Fyrstu verðlaun, gistingu fyrir tvo á í deluxe herbergi á Hótel Rangá, fær Örn Þór Halldórsson fyrir ljóðið Veisluborð freistinga.
Umsögn dómnefndar:
“Veisluborð freistinga er fersk og skemmtileg sýn á tækninýjungar og hungrið sem vaknar þegar við erum umkringd þeim; ljóð sem ort var á staðnum og fellur vel að hugmyndinni sem grundvallar Segulljóð: Viðstöðulaus, frjáls og skapandi framsetning orða með hjálp tækninnar.” – Guðný, Emil og Ólafur

ljod5

Ekki var raðað í 2.-4. sæti þannig að við birtum þau ljóð í stafrófsröð. Vinningshafar fá eintak af bókinni Sjóræninginn eftir Jón Gnarr í boði Forlagsins.

Ljóðið Hughrif eftir Helga Hafþórsson.

ljod3

Ljóðið Vélrænn eftir Silju Leifsdóttur.

ljod4

Ljóðið Níundi nóvember eftir Ægi Óla Kristjánsson.

ljod2

Vinsælasta ljóðið á Facebook var ljóðið Google eftir Breka Hrafn Ómarsson. Hann hlýtur gjafabréf fyrir tvo á 4 rétta óvissumatseðil á Veitingahúsinu við Tjörnina.

ljod1